Sumartíminn tók gildi á meginlandi Evrópu í nótt, sunnudaginn 26. mars kl. 01.00 og var klukkunni flýtt um eina klukkustund. Verður því þannig háttað fram til sunnudagsins 30. október, eða næstu 30 vikur.
Evrópskur sumartími er sumartími sem fylgt er í öllum Evrópulöndum nema Íslandi, Hvíta-Rússlandi (Belarús) og Rússlandi.
Evrópuþingið samþykkti árið 2018 að klukkuhringli milli sumar- og vetrartíma skyldi hætt í Evrópu, það hefur enn ekki gengið eftir.