Kynningarfundur varðandi framkvæmdir við Vallarbraut á Malarvellinum á Siglufirði og hugsanleg kaup á nýjum íbúðum fer fram í Bláa húsinu, þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 16:00.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur yfirumsjón með verkinu mun fara yfir þær framkvæmdir sem eru í farvatninu og tímalínu þeirra.

Eins mun hann sýna teikningar af húsum og íbúðum og svara spurningum áhugasamra kaupenda.

Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar