Sumartíminn tók gildi á meginlandi Evrópu í nótt, sunnudaginn 26. mars kl. 01.00 og var klukkunni flýtt um eina klukkustund. Verður því þannig háttað fram til sunnu­dags­ins 30. októ­ber, eða næstu 30 vik­ur.

Evrópskur sumartími er sumartími sem fylgt er í öllum  Evrópulöndum nema Íslandi, Hvíta-Rússlandi (Belarús) og Rússlandi.

Evr­ópuþingið samþykkti árið 2018 að klukku­hringli milli sum­ar- og vetr­ar­tíma skyldi hætt í Evr­ópu, það hefur enn ekki gengið eftir.