Sundlaugin á Dalvík verður lokuð vegna viðhalds frá og með 1. apríl nk. og út júní.
Áfram verður opið í sal, rækt, gufu og sturtuklefa.
Viðhaldsverkið sem er að fara í gang er þríþætt:
- Breyting á laugarkari þar sem fjarlægja á þríhyning á vesturhlið laugar.
- Flísalögn á öllu sundlaugarkari, pottum og vaðlaugum.
- Raflagnavinna og endurnýjun á myndavélakerfi.
Áætluð verklok eru 30. júní 2025.
Mynd/ Íþróttamiðstöðin Dalvík