Ný reglugerð um sóttvarnir sem tók gildi 24. febrúar s.l. kveður á um rýmkun á fjöldatakmörkunum á sundstöðum og í tækjasölum líkamsræktarstöðva.

Í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar hefur þetta þau áhrif að allt að 100 gestir geta verið í sundlaugum í einu en áfram er aðeins 7 einstaklingum heimilt að vera á sama tíma í heitum pottum til að tryggja fjarlægðarmörk milli einstaklinga þar. Gestir sundlaugar eru vinsamlegast beðnir um að virða fjöldatakmörk í heita potta.

Athugið að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með gestafjölda.

15 einstaklingar geta verið á sama tíma í líkamsræktarsölum en áfram þarf að láta skrá sig í tíma fyrirfram.

Hér má sjá leiðbeiningar almannavarna fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktastöðva vegna Covid-19.