Sunnudaginn 13. október kl. 16.00 mun ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson lesa úr verkum sínum á Ljóðasetrinu. Viðburðurinn er liður í ljóðahátíðinni Haustglæður.

Anton Helgi hefur komið víða við á skáldaferlinum. Frá honum hafa komið nokkrar ljóðabækur en einnig ljóðaþýðingar, skáldsaga og nokkur fjöldi leikrita bæði fyrir svið og útvarp.

Hann hefur tvisvar sinnum hlotið ljóðstaf Jóns úr Vör auk fleiri viðurkenninga.

Allir hjartanlega velkomnir – Heitt á könnunni – Enginn aðgangseyrir.

Anton Helgi heldur úti vef þar sem allur hans kveðskapur er aðgengilegur: http://www.anton.is/um-skaldi%c3%b0/