Eftir rúmlega fjögurra mánaða framkvæmdir opnar sundlaugin á Siglufirði á ný í dag, mánudaginn 27. október klukkan 06:30.
Framkvæmdir hófust 30. júní síðastliðinn og fólust í endurbótum og uppbyggingu á þaki sundlaugarinnar á Siglufirði, bæði yfir laugarsal og búningsklefum. Í ljós kom að verkið var umfangsmeira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, þar sem þakið var endurbyggt frá grunni.
Verkið var unnið af verktakafyrirtækinu K16 ehf., sem var eina fyrirtækið sem skilaði tilboði í útboði sem haldið var í vor.




Myndir/Fjallabyggð



