Sunnudaginn 6. ágúst kl. 15.00 – 16.00 verður Kolbeinn Óttarsson Proppé með erindi í Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Í þessu klukkutíma kaffisamsæti er markmiðið að varpa ljósi á allt það skapandi starf sem unnið er í samfélaginu og bjóða uppá umræður.

Kolbeinn Óttarsson Proppé er sagnfræðingur að mennt. Hann starfaði lengi við ýmislegt sem við kom textaskrifum; vann að bókaskrifum, þýðingum og ýmiskonar greinaskrifum og starfaði sem blaðamaður í mörg ár. Þá hefur hann starfað í stjórnmálum ásamt því að gegna ýmis konar setu í nefndum og ráðum. Kolbeinn hefur undanfarin ár búið á Siglufirði og vinnur þar að ýmis konar verkefnum, m.a. tengdum rafvæðingu strandveiðibáta og uppbyggingu starfsemi tengdri siglingu um norðurslóðir, ásamt því að vera háseti á grásleppuveiðum. Kolbeinn bjó á Siglufirði sem barn og unglingur og þekkir þann skapandi kraft sem býr í bænum; bæði af því að alast þar upp og af því að snúa aftur heim og vinna að því að skapa nýja starfsemi. Kolbeinn mun spjalla um þau verkefni sem hann vinnur að, samstarfi við fólk í Suður-Kóreu og ýmislegt fleira; Siglufjörð, hafið, náttúruna og fólkið.

Allir velkomnir.

Mynd/af facebook síðu viðburðarins