Sýrópsbrauð

  • 1 líter súrmjólk eða ab-mjólk
  • 400 g rúgmjöl
  • 600 g hveiti
  • 3 dl sýróp
  • 4 tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft


Setjið súrmjólk og sýróp í stóra skál og hrærið saman þar til hefur blandast vel. Bætið öllum öðrum hráefnum í og hrærið saman í kekkjalaust deig.

Setjið deigið í smurt (eða bökunarpappírsklætt) eldfast mót í stærðinni 25 x 30 cm. Látið inn í kaldann ofn. Kveikið því næst á ofninum og hitið hann upp í 150°. Bakið brauðið í um klukkustund frá því að það er sett inn í kalda ofninn. Ef þið notið hitamæli í brauðið þá er það tilbúið við 97°.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit