Walnut er þriðji síngúll dansk-íslenska dúettsins Supernatural Suburbia, sem skipaður er Tue West frá Danmörku og Teiti Magnússyni frá Íslandi. Lagið er poppaður indí-rokkari sem fjallar um einstaka, „trippaða“ vináttu á viðsjárverðum tímum.

Hljómsveitin var stofnuð á heimsvísu í miðjum heimsfaraldri þegar tónlistarmennirnir, sem báðir eru þekktir og virtir fyrir sólóverk sín í heimalöndum sínum, ákváðu að sameina krafta sína. Þeir syngja nú á ensku með hressum og líflegum hljóm, en textarnir eru einlægir og hjartnæmir.

Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn fléttast áhrif þeirra saman á forvitnilegan hátt sem leiðir hlustandann í gegnum hrífandi „safarí“ um mannlega tilveru. Walnut er nýjasta skrefið í þeirri ferð.

  • Texti og tónlist: Teitur Magnússon og Tue West
  • Söngur, trommur, gítar, hljómborð: Tue West
  • Söngur: Teitur Magnússon
  • Gítar: Hallberg Hallbergsson
  • Framleiðandi: Tue West, Hallberg Hallbergsson og Teitur Magnússon
  • Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Tue West
  • Upptökur: TW Studios – Danmörk 2021–2023, og Reykjavík 2021–2023
  • Útgefandi: United in Flames – Kaupmannahöfn
  • Umslag: Tue West




Forsíðumynd: Loa Elisa Friis