Svala Björgvins var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist Birtunnar brú.

Lagið verður leikið í dag á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Svölu þarf vart að kynna en hún hefur átt glæsilegan tónlistarferil allt frá barnæsku, gefið út a.m.k. 6 hljóðversplötur og fjölda smáskífa auk þess að hafa komið fram á óteljandi tónleikum bæði hérlendis og erlendis.