Þann 23 ágúst 2018 lagði Trölli.is fram spurningu frá lesanda til Fjallabyggðar varðandi Siglufjarðarflugvöll.

Spurningin var svona:

Hver er kostnaður sveitarfélagins við framkvæmdirnar á Siglufjarðarflugvelli og hvaðan eru þeir peningar fengnir þar sem þessi framkvæmd er ekki nefnd á framkvæmdaáætlun sveitarfélagins 2018.

Mun Fjallabyggð sjá um snjómokstur í vetur og halda vellinum í lendingarhæfu ástandi.

Er eðlilegt að bæjarstjórinn sé persónulega ábyrgur fyrir því að svara fyrir það hvort völlurinn sé í lendingarhæfu ástandi hverju sinni.

Hve langt nær sú ábyrgð, ef ílla fer við lendingu, er hægt að sækja bæjarstjórann til ábyrgðar eða er Fjallabyggð undirliggjandi ábyrgðaraðili. Og er þá sveitarfélagið tryggt fyrir áföllum.

Bæjarráð fundaði um málið þann 28. ágúst og bókaði eftirfarandi:

10. 1808060 – Fyrirspurn er varðar Siglufjarðarflugvöll
Lagt fram erindi frá Gunnari Smára Helgasyni fyrir hönd Trölla.is varðandi framkvæmdir, ábyrgð og rekstur Siglufjarðarflugvallar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

Þann 10. september sendi Jón Valgeir Baldursson f.h. H – lista svipaða spurnigu til sveitarfélagsins í tölvupósti. Bókun Bæjarráðs frá 11. september:

12. 1809027 – Fyrirspurn vegna flugvallar á Siglufirði.
Lagður fram tölvupóstur, dags. 10.09.2018, frá Jóni Valgeir Baldurssyni fh. H – lista þar sem óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá Fjallabyggð vegna opnunar flugvallar á Siglufirði,

– Hvaðan fjármagnið sem fór í framkvæmdirnar á flugvellinum á Siglufirði kemur? Sem sagt hver borgar brúsann?

– Hver sér um snjómokstur og fjármögnun á því?

– Hver er ábyrgur fyrir flugvellinum, s.s rekstrinum, umsjón með flugumferð/flugumferðarstjórnun?

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

 

Á 166. bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar sem haldinn var 18. október var bókað:

3.4. 1809027 – Fyrirspurn vegna flugvallar á Siglufirði:

Niðurstaða 575. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar
Lögð fram drög að svari bæjarstjóra Fjallabyggðar dags. 25. september 2018 vegna fyrirspurnar Jóns Valgeirs Baldurssonar fh. H-lista vegna Siglufjarðarflugvallar.

Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins vegna framkvæmda við Siglufjarðarflugvöll er kr. 7.2 mkr. og er tekinn af framkvæmdaliðnum ýmis smáverk.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda afrit af svari á trolli.is vegna fyrirspurnar um Siglufjarðarflugvöll.

Niðurstaða þessa fundar
Til máls tók Helgi Jóhannsson.

Afgreiðsla 575. fundar bæjarráðs staðfest á 166. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
Helgi Jóhannsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir sitja hjá undir þessum lið.

 

Í framhaldinu barst eftirfarandi minnisblað Gunnars I Birgissonar vegna fyrirspurnar um Siglufjarðarflugvöll.

 

Gunnar I Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar

 

Trölli.is þakkar fyrir svarið og vonar að það upplýsi lesendur.