Svavar Viðarsson sendi okkur lag sem hann var að gefa út. Lagið verður leikið í þættinum “Tíu Dropar” á FM Trölla í dag.
Svavar segir:
Það var kominn tími til að gefa út eitthvað af tónlistinni minni. Fyrsta lagið, Beisk tár var samið ca 1989/90 og eins og öll önnur góð lög, í ástarsorg. Það eru að sjálfsögðu eðaldrengirnir og hljómsveitarfélagar mínir í NOSTAL sem hjálpuðu mér að láta þennan draum minn verða að veruleika.
Tenging við norðurlandið er sterk. Ég er alinn upp á Laugum í Reykjadal ásamt textahöfundi sem er Skagfirðingur í dag og býr á Syðstu-Grund. En á Laugum sömdum við þetta sem ungir menn. Þangað komu svo í skóla, söngvari lagsins, Bjarni Ómar Haraldsson frá Raufarhöfn og Ragnar Z. Guðjónsson sem spilar á trommur er Blönduósingur og eigandi Húnahornsins.
Strákurinn minn býr svo núna á Siglufirði, er þar í sumarvinnu en tengdadóttir mín er frá Siglufirði. Heitir Bryndís Erla Róbertsdóttir, dóttir Róberts Guðfinnssonar athafnamans.
Ég starfa svo m.a. sem ráðgjafi fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Flytjandi: Svavar Viðarsson
Lag: Svavar H. Viðarsson
Texti: Hinrik M. Jónsson
Söngur/Kassagítar: Bjarni Ómar Haraldsson
Bassi/Raddir: Svavar H. Viðarsson
Trommur/Slagverk: Ragnar Z. Guðjónsson
Rafgítar: Baldur Þ. Ketilsson
Rafgítar: Þröstur Leósson
Píanó/Orgel/Raddir: Jón Karl Ólafsson
Raddir: Alma Rut
Upptökustjóri: Baldur Þ. Ketilsson
Hljóðritað í Stúdíó Leynir, Hvalfirði
Hljóðblöndun og Mastering: Studiopros Carson City, Nevada USA