Margir kannast við að fá símtöl frá óþekktum símanúmerum, oft frá útlöndum þar sem sá sem hringir ber upp erindi sem ekki passar.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur undafarið fengið kvartanir frá fólki sem fengið hefur slík símtöl og þá vaknar oft grunur um svikasímtöl, þar sem farið er fram á persónulegar upplýsingar og fólk jafnvel beðið um að greiða peninga.
Einnig eru til “öpp” sem sérstaklega eru gerð til að hrekkja fólk, en í þeim tilvikum er það bara sá sem hringir sem þarf að greiða smáræði fyrir símtalið. Þessir hrekkir geta verið góð skemmtun og í raun meinlaus.
Fréttaritari sótti eitt slíkt app í símann sinn í rannsóknarskyni og hljóðritaði einn hrekkinn sem hægt er að spila hér fyrir neðan.