Sýnatökur vegna COVID-19 verða frá og með mánudeginum, 9.nóvember nk. fyrst um sinn í menningarhúsinu Bergi.

Fólk sem hefur verið í sóttkví og þarf að koma í svokallaða 7 daga skimun er beðið að mæta klukkan 10. Þetta fólk á að hafa fengið sent strikamerki í símana sína. Það þarft að hafa símann með sér svo hægt sé að skanna strikamerkið.  

Þeir sem þurfa sýnatöku vegna einkenna sem vekja grun um COVID smit eiga að koma klukkan 11. Þessi sýni eru tekin eftir að viðkomandi hefur verið í sambandi við lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann sem gerir beiðni um rannsóknina. Þetta fólk á líka að hafa fengið strikamerki í síman sinn, sem þarf að framvísa við sýnatökuna.

ATHUGIÐ AÐ ÞEGAR SMS MEÐ STRIKAMERKI KEMUR Í SÍMANN, FYLGJA MEÐ UPPLÝSINGAR UM HVAR OG HVENÆR EIGI AÐ TAKA SÝNIÐ. ÞETTA ERU EKKI RÉTTAR UPPLÝSINGAR OG MIKILVÆGT ER AÐ MÆTA EINS OG FRAM KEMUR HÉR AÐ OFAN