Listakonan Brynja Árnadóttir er með myndlistarsýningu á Harbour House, veitingahúsi við höfnina á Siglufirði, þar sýnir hún pennateikningar sínar.
Opið frá 11.00 til 23.00. alla daga og mun sýningin standa fram eftir sumri.
Brynja er fædd á Siglufirði 8. janúar 1942. Lærði hún teikningu þar í barnaskólanum og síðan í Gaggó hjá Birgi Schiöth kennara og myndlistarmanni. Síðar hjá Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni í Myndlistarskólanum við Freyjugötu í Reykjavík og hjá Jóni Gunnarssyni í Baðstofunni í Keflavík. Brynja hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og verið með yfir 20 einkasýningar. Þar af tvisvar í Sandefjord í Noregi þar sem elsti sonur hennar býr.
Brynja Árnadóttir er búsett á Siglufirði og Hafnafirði, hún er í sambúð með Stefáni Benediktssyni.
Hægt er að skoða heimasíðu Brynju hér: Heimasíða
Frétt: aðsend
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og úr einkasafni