Stöðugur straumur af sýningargestum kom í Ljóðasetur Íslands á sýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar sem opnaði í gær kl: 14:00.
Þar eru til sýnis 36 ljósmyndir eftir fimmtán ljósmyndara sem gefa verk sín til styrktar Ljóðasetrinu.
Nokkrar myndir seldust, allar myndir eru verðmerktar en það er frjálst að bjóða í þær.
Sýningin verður opin til 24. apríl og opnar kl. 14:00.

Sjálfsmynd Hafliða Guðmundssonar kennara er til sölu

Þórður Davíð og Haraldur Ívar voru ánægðir með sýninguna

Spjallað og spáð í myndir

Kaffi og súkkulaði er á boðstólnum

Sýningin var vel sótt og nokkrar myndir seldust