Í ágúst verður tæknismiðjan í samfélagsmiðstöðinni á Hvammstanga opnuð.
Þar fá nemendur og íbúar tækifæri til að læra um þrívíddarprentun, forritun, hönnun, nýsköpun o.fl. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs til að þróa tæknismiðjuna og hvetjum við íbúa til að taka þátt þegar nánari dagskrá verður auglýst.
Verkefnið er samstarf samfélagsmiðstöðvar, grunnskóla og Aðalsteins Grétars Guðmundssonar.
Aðalsteinn mun leiða verkefnið, halda utan um námskeið, sjá um tækniaðstoð og hvetja okkur öll til að prófa nýja hluti og skapa framtíðina okkar sjálf!
Verkefnið stendur frá 1. ágúst 2025 til 15. júní 2026 og við hlökkum til að sjá sem flesta nýta sér þetta frábæra tækifæri.

Mynd í frétt/María Guðrún Theodórsdóttir