Franska listakonan Mathilde Morant er nú á ferð um landið til að teikna sem flesta af þeim rúmlega eitthundrað vitum sem eru við strendur landsins.

Hún byrjaði á verkefninu fyrir rúmu ári og er nú á hringferð, búin að fara um vesturhluta landsins og var nýlega á Sauðanesvita við Siglufjörð þar sem Björn Valdimarsson tók hana tali.

Mathilde ferðast um og gistir í 18 ára gamalli Toyotu Rav sem merkt er “Viti Project”. Hún er lærður sviðshönnuður, hefur búið hér á landi í tvö ár og m.a. unnið í Þjóðleikshúsinu og Borgarleikhúsinu auk þess sem hún vann við kvikmyndina Lof mér að falla.

Hægt er að fylgjast með verkefninu VITI PROJECT á Instagram og Facebook.

 

Forsíðmynd: Björn Valdimarsson
Sjá fleiri myndir Björns Valdimarssonar: Hér