Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur á 134. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar um landaðan afla með samanburði við fyrri ár.

Á Siglufirði höfðu þann 23. janúar 268 tonn borist á land í 12 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 300 tonn í 8 löndunum.

Á Ólafsfirði hefur engin afli borist á land, á sama tíma í fyrra var 873 kg landað.

Hafnarstjóri fór yfir aflatölur og þróun reksturs Fjallabyggðarhafna frá 2019 til dagsins í dag. Á tímabilinu hafa tekjur dregist saman um 30%.