Þegar skólarnir klárast á vorin fara flest ungmenni í sumarvinnu en sumarvinnan gefur þeim dýrmæta starfsreynslu á vinnumarkaði.
Að mörgu er að huga þegar farið er út á vinnumarkaðinn og hér eru því nokkur mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga.
Tékklisti sumarstarfsmanns
- Veit ég hver kjör mín eru, eftir hvaða samningi er ég að fá greitt?
- Hef ég fengið skriflegan ráðningarsamning? (Eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að starf hefst)
- Hver er vinnutíminn minn? Er vaktaskrá?
- Hvenær er matartími og hvað má ég vinna mikið?
- Fæ ég ekki örugglega launaseðil?
- Er ég að nýta skattkortið, er greiddur skattur af laununum mínum?
- Veit yfirmaður minn hvenær ég hyggst fara í frí? Á ég rétt á orlofi?
- Hvenær ætla ég að hætta vegna skóla?
- Hver er uppsagnarfresturinn minn, eða er samningurinn tímabundinn?
Ef óvissa ríkir um eitthvað af þessu er upplagt að hafa samband á netfangið ein@ein.is