Hreyfivika UMFÍ hefur það markmið að hvetja einstaklinga til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

Skráðu þína metra í afgreiðslu sundlaugarinnar og taktu þátt fyrir þitt sveitarfélag, í sundkeppni sveitarfélaga.

Forstöðumenn sundlauga geta skráð sig til leiks með því að senda póst á hreyfivika@hreyfivika.is Ef þín sundlaug er skráð getur þú mætt og synt fyrir þitt sveitafélag. Þú skráir það á blað í afgreiðslunni að sundferð lokinni. Við lok hvers dags í Hreyfivikunni sendir síðan starfsmaður sundlaugar upplýsingar um fjölda einstaklinga og synta metra til starfsmanns UMFÍ. Starfsmaður UMFÍ reiknar út stöðu hvers sveitarfélags fyrir sig á hverjum degi og birtir á samfélagsmiðlum UMFÍ tvivsvar yfir vikuna. Staða hvers sveitarfélags er reiknuð út með því að deila syntum metrum á fjölda íbúa eftir póstnúmerum.

 

Sjá einnig aðra viðburði í Hreyfiviku UMFÍ hér