Síðustu vikur hefur verið sannkölluð sumarblíða á Siglufirði og bærinn skartað sínu fegursta.

Siglfirðingar hafa löngum haldið því fram að lognið eigi lögheimili á Siglufirði og er engu logið þar um, þrátt fyrir að af og til komi norðan stórbylur.

Ingvar Erlingsson hefur einstakt lag á að fanga sumarfegurðina sem og aðrar árstíðir. Á meðfylgjandi myndum má sjá myndir frá Siglufirði og Héðinsfirði í júlí 2021.