Eins og sést á myndinni hér að ofan hefur Jon Bon Jovi ákveðið að vera með í Gestaherberginu í dag.

Jon þessi heitir fullu nafni John Francis Bongiovi Jr. og er fæddur 2. mars 1962. Hann verður því sextugur á næsta ári.
Okkur í Gestaherberginu þykir rétt að fagna því rétt tæpum fjórum mánuðum áður en hann verður sextugur og þar með getum við sagt að hann hafi ekki gleymst hjá okkur, enda ekki hægt að gleyma þessum flotta rokkara.

Óskalögin verða á sínum stað og það verður hægt að hringja í okkur eins og alltaf. Síminn er 5800 580 og við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is