Í dag verður Gestaherbergið opnað klukkan 17:00 og verður opið til klukkan 19:00.
Palli og Helga stýra þættinum Gestaherbergið á þriðjudögum og senda út úr stúdíói III í Noregi.
Þema þáttarins í dag er árið 2021. Því er um að gera að taka þátt í skemmtilegum samfélagsleik og velja það lag sem þig langar að heyra frá árinu 2021. Það er hægt á Facebooksíðu Gestaherbergisins.
Tónlistarhorn Juha verður á sínum stað um klukkan 18:00 og í dag minnist hann írska söngvarans, laga- og textahöfundarins Shane Patrick Lysaght MacGowan. Hann fæddist 25. desember 1957 og dó 30. nóvember 2023. Hann var tónlistarmaður sem var best þekktur sem aðalsöngvari og lagahöfundur keltnesku pönkhljómsveitarinnar the Pogues . Mörg laga hans voru undir áhrifum frá írskri þjóðernishyggju, írskri sögu, reynslu írskrar dreifingar (sérstaklega í Englandi og Bandaríkjunum) og lífi í London almennt.
Hann nefndi oft írska skáldið James Clarence Mangan og leikskáldið Brendan Behan sem áhrifavalda.
Kíkt verður á fréttir líðandi stundar en umfram allt reyna þau hjónin að hafa gaman af því að vera í útvarpinu.
Þar sem að desember er upprunninn er um að gera að dusta rykið af einhverjum jólalögum líka.
Missið ekki af Gestaherberginu á FM Trölla frá klukkan 17:00 til 19:00 í dag.
M Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.