Þátturinn Tónlistin verður á dagskrá í dag frá klukkan 13 til 14 á Trölli FM 103,7 og á trolli.is
Í þættinum í dag verður frumflutt nýtt lag með Slagarasveitinni. Lagið heitir Hjartarós, er eftir Ragnar Karl Ingason og Geir Karlsson. Skúli Þórðarson samdi textann.
Lagið verður fyrsta lag þáttarins enda er það regla þáttarstjórnanda að spila íslenskt lag með íslenskum texta fyrst í hverjum þætti.
Aðrir flytjendur sem koma fram eru:
The Horn
369 Theory
Rachael Sage
Tyler Joe Miller
Jess Moskaluke
Hasar
Foo Fighters
Skálmöld
Jain
Unionvillains
Drengurinn fengurinn
Troye Sivan
Sem sagt, algjörlega óþarft að missa af þættinum Tónlistin sem er sendur út úr stúdíói III í Noregi.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.