Þátturinn Tónlistin er nú kominn úr 40 daga fríi og verður á dagskrá klukkan 13:00 til 14:00 á FM Trölla í dag.
Palli og Helga voru að flytja en nú er flutningum lokið og því er hægt að sinna því sem er svo skemmtilegt; að spila nýja tónlist og kynna hana fyrir hlustendum FM Trölla.
Í þættinum í dag mun heyrast í Hrabbý, Bigga Maus, Emmsjé Gauta, Daða Frey, Foo Fighters, Bjartmari Guðlaugs og Bergrisunum svo einhverjir flytjendur séu nefndir.
Hrabbý, eða Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir er að vinna að plötu og munu heyrast tvö ný lög eftir hana í þættinum. Og í júlí mun heyrast eitt nýtt í viðbót. Meira um hennar útgáfu síðar.
Munið eftir að stilla ekki af FM Trölla í dag, frekar en aðra daga því að FM Trölli er líklega með fjölbreyttasta lagaval allra útvarpsstöðva í heiminum.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.