Þegar ég er orðinn stór, vil ég.

Ég Viðar Jóhannsson Vélfræðingur, sem er svo stofnfélagi Sjálfsbjörg Siglufjarðar. Það félag er fyrsta félag fatlaðra á Íslandi.

Ég var á sínum tíma kosinn af Sjálfsbjörg l.f. í alfanefnd að semja fyrstu lög um málefni fatlaðra. Jafnframt er ég áhugamaður um kjör öryrkja og eldriborgara. Jafn fram áhugamaður um kjör þeirra er hafa bara vasapeninga frá stofnun er þau dvelja á og eða fólk í verndaðri vinnu.  

Ég tel eðlilegt að breyta núverandi fyrirkomulagi varðandi kjör þessara minnihluta hópa þannig.

Nota skal launavísitölu, í stað neysluvísitölu, en að viðbættu krónuskriði eða (krónuhækkun).

Krónuskrið skal fengið þannig út að: 10% af launavísitöluhækkuninni hverju sinni er sett í krónutöluform. Svo skal síðan meir bætt eftirá sem krónutala við niðurstöðu launavísitölu hækkunina. 

Það er til að forðast kjaragliðnun.

Kalla skal svo þessa útreikninga vísitölulaunaskrið.

Reikna skal svo þetta allt út og leiðrétta ársfjórðungs lega.

Útreikningar á krónuskrið skulu vera hjá Hagstofu Íslands hverju sinni.
En með vitund Alþýðusamband Íslands og Öryrkjabandalag Íslands og einnig landssamband eldriborgara.

Helsta orsök kjaragliðnunar er sú að lá höfuðtala í útreikningi, að viðbættu lágri prósentu, hefur í för með sér litla krónutöluhækkun til notenda.

Jafnvél að fólk dragist aftur úr launalega séð, miðað við aðra hópa og stéttir. Því skal því þar með mætt, með þessu vísitölu launaskriði.

Sagan um hækkun bóta er þá í stuttu máli þannig og hefur verið sett fram að hálfu Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem hér segir.

„Á Íslandi má rekja upphaf Almannatrygginga allt aftur til ársins 1889.

Þá voru sett lög um styrktarsjóð handa öldruðum og lasburða alþýðufólki.

Upp úr aldamótunum 1900 voru samþykkt lög um slysatryggingar sjómanna. Nokkru síðar voru sett lög um ellistyrk.

Fyrsta Almenna sjúkrasamlagið var stofnað 1909.
Nú sér Tryggingastofnun ríkisins, sem var stofnuð 1936, um framkvæmd Almannatrygginga í landinu.“

Fyrstu ár Almannatrygginga, var miðað við annan texta, stéttarfélagsins Dagsbrún, minnir mig.

Svo tók við núverandi kerfi.

Það er neysluvísitöluviðmiðun í lok árs.

Vonandi svo fljótlega, ofangreind kerfi. 

Stjórnvöldum er svo alveg bannað að skerða hækkanir til fólks af völdum launavísitölu til handa öryrkjum og eldriborgurum.

Stjórnvöld mega skerða krónugengi niður í allt að 2% en aðeins ef talið sé að ríkissjóður standi illa tímabundið.

Þessu fyrirkomulagi skal svo komið fyrir seinna meir í 76. grein stjórnarskrá ef samningar takast um málið og framkvæmd reynist vél.

Í 76. grein  Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands frá 1944 segir nú orðrétt.

  • 76. gr.
  •  Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
  •  Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
  • Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

Í sjónvarpsþætti RUV að nafni Silfur Egils þann 6.09.20 sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Hagfræðingur BSRB frá því að.

„Bætur Almannatrygginga hækkuðu ekki í samræmi við hækkanir í kjarasamningum. Til að tryggja aðkomu fólks er fólk að fá 289þúsund á mánuði. Það er 45þúsund lægra á mánuði heldur en algjör lámarkslaun í þessu landi.“

Ég Viðar Jóhannsson tel því brýnt að til að leiðrétta kjör öryrkja og eldriborgara aftur í tímann í samræmi við lámarkslaun á vinnumarkaði þurfi réttlætis eingreiðslu að hálfu stjórnvalda.

Þessi réttlætis eingreiðsla getur komið í áföngum, tildæmis tíuþúsund annan hvern mánuð þar til yfir líkur (það er þessum fjörutíu og fimm þúsund markinu eða skekktu mörkum er náð.) Það er eðlilegt að hin ýmsu félög nefni aðra uppæð og það með rökum sínum að um áramótin 2020 til 2021 þurfi sú hækkun að vera svo sem hundrað þúsund.

Kveðja,
Viðar Jóhannsson
Vélfræðingur