ABBA, sænski kvartettinn sögufrægi, er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að hann hafi hætt störfum fyrir 35 árum. Í fréttatilkynningu sem fjórmenningarnir sendu frá sér í dag á Instagram segir að þeim hafi þótt við hæfi að koma saman í hljóðveri og taka upp tvö ný lög. Samvinnan hafi gengið með slíkum ágætum að engu hafi verið líkara en að tíminn hafi staðið í stað og fjórmenningarnir hafi einungis tekið sér stutt frí hver frá öðrum.
Myndirnar sýna Abba-flokkinn frá gullaldarárum hans og svo aftur í dag eftir “stutt frí” eins og það er orðað.

Agnetha Fältskog

Björn Ulvaeus

Anni-Frid Lyngstad

Benny Andersson
Texti: Leó Ólason
Myndir fengnar af: vef