Á 904. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lágu fyrir frekari upplýsingar vegna umsóknar Þjóðlagahátíðar á Siglufirði um viðbótarstyrk, í kjölfar þess að hátíðin hlaut ekki úthlutun úr Uppbyggingasjóði fyrir árið 2026.
Bæjarráð samþykkti, í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar, að veita Þjóðlagahátíð 2026 viðbótarstyrk að fjárhæð 350 þúsund krónur á árinu. Jafnframt var áréttað að um einskiptisstyrk væri að ræða og að ákvörðunin væri ekki fordæmisgefandi.



