Pílufélag Fjallabyggðar á Ólafsfirði stendur fyrir Þjóhnappamótinu 2025 sem fram fer mánudaginn 29. desember. Mótið hefst klukkan 17.30 en húsið verður opnað klukkan 16.30. Um er að ræða félagsmót þar sem félagsmenn geta boðið með sér einum gesti og er sætafjöldi takmarkaður við 32 þátttakendur.

Leikið verður samkvæmt 501 SIDO reglum og verður keppt bæði í A og B úrslitum. Þátttökugjald er 4.500 krónur og er pizza innifalin eftir riðlakeppni, sem hluti af notalegri samveru í kringum mótið.

Boðið verður upp á glæsileg verðlaun að lokinni keppni. Verðlaun verða veitt fyrir 180 skot, hæsta útskot, best klædda pílara og auk þess verða útdráttarverðlaun meðal þátttakenda. Mótið ber augljósan jólablæ og eru keppendur hvattir til að leggja sig fram bæði í leik og klæðnaði.

Skráning fer fram með rafrænum hætti hér.

Þar sem pláss er takmarkað er mælst til þess að áhugasamir tryggi sér þátttöku sem fyrst.

Tengt efni

Feðgar mættust í úrslitum á pílumóti í Fjallabyggð

Mynd: facebook / Pílufélag Fjallabyggðar