Í september 2020 óskaði Vernharður Skarphéðinsson eftir heimild frá Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar til þess að láta vinna deiliskipulag fyrir smáhýsabyggð í Skarðsdal.
Nefndin tók jákvætt í erindið og heimilaði umsækjanda að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið en bendir á að ekki sé til hættumat m.t.t. ofanflóða af svæðinu.
Þann 1. nóvember 2022 var lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg á Siglufirði. Deiliskipulagið kallar á breytingu á aðalskipulagi og er sú breyting einnig kynnt í skipulagslýsingunni.
Deiliskipulagið er unnið af Basalt arkitektum fyrir Vernharð Skarphéðinsson en breyting á aðalskipulagi verður í höndum Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga f.h. Fjallabyggðar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Loftmynd af svæðinu sem um ræðir.