Miðstöð menntunar, í samstarfi við KrakkaRúv, efndi til ljóðasamkeppni grunnskóla í tilefni af degi íslenskrar tungu.

Þetta árið var ljóðformið frjálst bæði hvað varðar form og innihald. Vinátta og sterkar tilfinningar voru áberandi í ljóðum grunnskólanema í ljóðasamkeppninni Ljóðaflóði. Nemendur sömdu einnig ljóð um náttúruna, skólann, jólin, drauga, ofbeldi, frið o.fl. Alls bárust 128 ljóð frá 17 skólum víðs vegar að af landinu, 68 ljóð frá unglingastigi, 39 frá miðstigi og 21 ljóð frá yngsta stigi.

Dómnefnd valdi eitt verðlaunaljóð á hverju stigi og fengu vinningshafar bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Auk þess gefst nemendum tækifæri til að flytja verðlaunaljóð sín á KrakkaRÚV. 

Þóra Egilsdóttir í 4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar var hlutskörpust á yngsta stigi með ljóðið Vinir. Stórkostlegur árangur hjá Þóru. Umsögn dómnefndar segir: Í þessu fallega og hnitmiðaða ljóði koma fram einföld og skýr skilaboð um vináttu. Skemmtileg notkun á rími og síðustu tvær ljóðlínurnar ramma inn merkingu ljóðsins á áhrifamikinn hátt.

Hér má sjá verðlaunaljóðið:

Mynd/Samansett
Heimild/Grunnskóli Fjallabyggðar