Gatnamót Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis á Akureyri verða lokuð fram undir helgi vegna framkvæmda.

Ryðja þarf í burtu hluta af hellulögn og malbika Kaupvangstorgið sjálft. Ákveðið var að flýta framkvæmdinni vegna hagstæðra veðurskilyrða í vikunni. Áætlað er að verkið taki um þrjá daga, því verði lokið fyrir helgi og umferð þá aftur hleypt á gatnamótin.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Mynd: Almar Alfreðsson