Matvælastofnun varar við neyslu á bandarískum fæðubótarefnum; Pro Power Knight Plus, NUX Male Enhancement og DINAMITE SUPER en þau hafa verið innkölluð  að beiðni söluaðilans, Gear Isle, samkvæmt tilkynningu frá FDA (Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna).

Vörurnar teljast ekki örugg matvæli þar sem þau innihalda lyfjavirk efni sem er ekki  leyfilegt í matvælum og gætu haft óæskileg áhrif á heilsu manna.  Fæðubótaefnin voru seld í netverslun fyrirtækisins í Bandaríkjunum og voru lyfin ekki merkt í innihaldslýsingu á vörunum og er því um matvælasvindl að ræða. 

Innköllunin á einungis við eftirfarnar framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Pro power knight plus
  • Lotunúmer/Best fyrir dagsetning: Ekkert lotunúmer /06/2026
  • Vöruheiti: NUX male enchancement 
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: RO 927996/12/25/2024

Neytendum sem keypt hafa þessar vörur í netverslun er bent á að neyta þeirra ekki, farga eða endursenda þær til söluaðilans, Gear Isle, sem heitir endurgreiðslu. 

Mynd/pixabay