
Þórður Magnússon er feiknagóður penni með glögga samfélags- og heimssýn. Skrif hans á samfélagsmiðla vekja jafnan mikla athygli fyrir bersögli, stendur hann með skoðunum sínum alla leið og finnst ekki verra ef fólk er honum ósammála. Meðfylgjandi grein skrifað hann um sýn sína fyrir árið 2026, eins og sjá má er þar af ýmsu að taka og áhugavert verður að fylgjast með heimsmálum næsta árs. Eins og sést á ritstíl Þórðar hefur hann ekki miklar mætur á Rússlandi, það sýnir hann ávallt með því að nota lítinn staf í landsheiti og putin.
Staða heimsins í lok árs
Nú þegar árið er að líða er ekki úr vegi að skoða hvað gerðist í heiminum?
Endalok NATO og ný heimsskipan
Að mínu mati er NATO búið, það myndaðist “New World Order” sem á eftir að hafa meiri afleiðingar en við höfum séð áður. ESB ásamt Kanada stofnuðu það sem mun taka við af NATO, kallast “SAFE”. Við það bandalag mun líklega bætast UK, mögulega Japan, S-Kórea og Ástralía í framtíðinni. Það yrði hernaðarlega stærra eða jafn stórt og USA er nú.
Uppgangur Kanada og Mark Carney
Mark Carney kom sá og sigraði, hann gerði það á efnahagssviðinu í Kanada á erfiðum tímum sem Selenski gerði í Úkraínu á ófriðartímum. Sneri tafli, sem allir töldu tapað, algerlega við. Hann hafði menn eins og Douglas Ford sér við hlið sem stóð sig frábærlega einnig.
Bandaríkin snúa baki við bandamönnum
USA er búið að snúa baki við öllum bandamönnum, þá gerist það sem allir skákmenn þekkja, svartur á líka leik í skák. Ég spái því að Kanada, ESB og mögulega Japan + S-Kórea geri stóran efnahags samning við Kína á næsta ári. Ef USA vill ekki vera með, þá skilja þeir eftir Vacúm sem mun fyllast hratt. Kína mun vinna stórt, en ef ESB spilar vel úr þessum spilum þá geta þeir orðið stórsigurvegarar líka. Þetta mun því einnig skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna.
Rússland á barmi hruns
Tveir aðilar munu koma mjög illa út úr þessu; USA og rússar. rússar vegna þess að staða þeirra er þessi; herinn er dauður, varaherinn er líka dauður, nú eru þeir að þeysa fram á hestum þar sem skriðdrekar eru búnir, með ónýtt drasl sem þeir flytja inn frá N-Kóreu. Seðlabanki rússa er farinn að selja gull forða landsins til að fjármagna stríðið, það er ofurverðbólga á leiðinni þar, þeir eyða 40-50% af landsframleiðslu sinni í stríð sem engin leið er að þeir vinni úr þessu. Ég spái putin fáum lífdögum í viðbót, merkilegt ef hann lifir til sumars. Og svo vonandi liðast rússland í sundur, þá munu þeir eyða tíma sínum næstu 30 ár í að drepa hvora aðra. rússland gæti brotnað upp í tugi landa. En þeir mega drepa sjálfa sig mín vegna. Mun ekkert gráta það.
Efnahagskreppa í Bandaríkjunum
Bandaríkin eru á leið í kreppu. Boeing, Ford, Toyota og mikið fleiri fyrirtæki eru að flytja sig til Kanada. Það getur engin rekið fyrirtæki í landi þar sem engin veit hvað gerist á morgun, eða í dag. Það eru fleiri uppsagnir nú í USA en voru á tímum Covid. Ál sem þeir flytja inn að 90% leyti hefur hækkað tugi prósenta svo dæmi sé tekið. Í miðvesturfylkjum USA hefur ál hækkað um 167% á árinu. Þetta gengur ekki í alþjóðlegri samkeppni.
Söguleg tímamót
Þetta hefur líklega verið mesta frétta ár sögunnar, þ.e. minnar sögu. Það þarf að fara aftur til áranna 1939-1949 til að finna viðlíka breytingar. 80 ára samvinnuferli Vesturvelda lauk árið 2025. Amk í þeirri mynd sem við þekkjum.
Horfur ársins 2026
2026 verður merkilegt ár, þá kemur væntanlega í ljós hvort Kanada, ESB, Japan, S-Kórea og Ástralía mynda bandalag, semja við Kína og mynda þá stærsta efnahagsbandalag heims. Þá mun Trump líklega tapa þingmeirihluta snemma á árinu 2026, fyrir kosningarnar í Nóv 2026. Það er brostinn flótti í liðið. Eftir það munu skoðanir hans skipta miklu mun minna máli.
Bjartsýni og tækniframfarir
Ég hef mikla trú á 2026. Og svona bara til að kæta mig, þá mun Tesla setja Unsuperviced FSD á markað á Q1 eða Q2 á því ári. Þá munu allir spádómar mínir um það mál ganga eftir.
Lokahugleiðing
Svo nú er bara að fara að poppa 🍿
Forsíðumynd: Þórður Magnússon
Mynd: úr einkasafni




