Þorskur með snakkhjúpi

  • þorskur (eða annar fiskur)
  • majónes
  • salt og pipar
  • snakk með salti og ediki (það stendur salt and vinegar á pokanum)

Hitið ofninn í 200°. Þerrið fiskinn og leggið á bökunarplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Penslið majónesi yfir fiskinn, kryddið með salti og pipar, og setjið síðan mulið snakkið yfir. Þrýstið aðeins á snakkið svo það festist betur við fiskinn. Setjið í ofninn í um ca 12-15 mínútur, passið að ofelda ekki fiskinn.

.

 

.

 

.

 

.

 

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit