Tveir starfsmenn MTR hafa nú lokið tveimur stigum sem vottaðir leiðbeinendur frá Google  (Google Certified Educators).

Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari sóttu tvö námskeið í Bretlandi í lok síðasta árs til undirbúnings próftöku.

Prófin fóru fram í febrúar og mars og hafa þær nú fengið staðfestingu á að þær hafi staðist kröfur Google sem eru forsendur vottunarinnar. Þar með hafa þær aukið hæfni sína til að leiðbeina bæði starfsmönnum og nemendum skólans á þessu sviði.

 

Af vef MTR