Aðgerðum björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga lauk á sjöunda tímanum í gærkvöldi á Holtavörðuheiði.
Þegar björgunarsveitin hélt niður af heiðinni tóku hún með sér reiðhjólamann sem var í vandræðum.
Verkefni gærdagsins voru meðal annars að aðstoða ferðamenn á mótorhjólum og reiðhjólum, aðstoða ferðafólk hvers fellihýsi fauk upp ásamt því að aðstoða ferðalanga þriggja hjólhýsa sem splundruðust í veðrinu í gær.
Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá því í gær.

