Lögreglan á Norðurlandi vestra sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu fyrir skömmu.

Nú er vonskuveður í Húnavatnssýslum og ökumenn í vandræðum í kring um afleggjarann að Hvammstanga á þjóðvegi 1.

Björgunarsveitir hafa verið ræstar út og unnið er að því að leysa úr þessum vandræðum.

Búið er að loka þjóðvegi 1 fyrir sunnan Hvammstanga fyrir umferð norður og einnig við Blönduós fyrir umferð suður.