Laust fyrir kl. 14:00 í gær fékk Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um slasaðan skíðamann í fjöllunum inn af Karlsá norðan Dalvíkur.
Viðbragðsaðilar á svæðinu voru ræstir út sem og þyrla LHG. Ágætlega gekk að komast að manninum og voru sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarmenn komnir til hans um klukkustund síðar. Hlúð var að manninum og hann búinn til flutnings.
Þyrla LHG kom á vettvang um kl. 16:00 og var hinn slasaði hífður upp í hana og var hann fluttur á SAk til aðhlynningar. Frekar um líðan hans er ekki vitað.
Mynd/ Lögreglan á Norðurlandi eystra – yfirlitsmynd þar sem horft er inn Karlsárdal.