Veðurstofa Íslands birti í gær samantekst fyrir veðurfar í janúar 2021.

Þar segir að janúar hafi verið kaldur. Mánuðurinn var óvenju þurr og snjóléttur suðvestanlands. Mikið snjóaði á norðurhluta landsins seinni hluta mánaðar og féllu óvenju mörg snjóflóð á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Mjög slæmt óveður var þ. 9. á Austfjörðum. Norðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í janúar var -0,4 stig og er það -1,0 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -2,4 stig, -1,9 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -2,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn -1,1 stig og -0,6 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöðmeðalhiti °Cvik 1991-2020 °Cröðafvik 2011-2020 °C
Reykjavík-0,4-1,080151-1,2
Stykkishólmur-1,1-1,396176-1,6
Bolungarvík-1,8-1,678124-2,0
Grímsey-0,9-1,375148-1,9
Akureyri-2,4-1,984141-2,2
Egilsstaðir-2,4-1,53867-2,0
Dalatangi0,6-1,14783-1,6
Teigarhorn-0,3-1,387149-1,8
Höfn í Hornaf.-0,6-2,2
Stórhöfði1,3-1,079145-1,2
Hveravellir-7,1-2,14057-2,4
Árnes-2,5-1,687142-2,0

Meðalhiti og vik (°C) í janúar 2021

Janúar var kaldur á landinu öllu og var hiti allstaðar undir nýja 30 ára viðmiðunarmeðaltalinu 1991 til 2020. Að tiltölu var kaldast á miðhálendinu en hlýjast við strendur suðvestanlands. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár (2011 til 2020) var minnst -0,9 stig á Reykjanesbraut, en mest -3,3 stig við Hágöngur.

Hitavik sjálfvirkra stöðva í janúar miðað við síðustu tíu ár (2011-2020).

Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey 2,5 stig en lægstur -8,6 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -6,2 stig í Möðrudal.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,3 stig á Sauðanesvita þ. 3. Mest frost í mánuðinum mældist -25,3 stig í Svartárkoti þ. 28.

Úrkoma

Mjög þurrt var á Suðvesturlandi á meðan úrkomusamt var á Norðausturlandi.

Úrkoma í Reykjavík mældist 44,6 mm sem er 51% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist úrkoman 97,1 mm sem er 61% umfram meðallag áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 39,6 mm.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 9, sex færri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga mánaðarins sem eru jafnmargir og í meðalári.

Snjór

Mjög snjóþungt var á Norðurlandi seinni hluta mánaðar. Mikið snjóaði á norðurhluta landsins og féllu óvenju mörg snjóflóð á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Snjóflóð féll m.a. á skíðasvæðið á Siglufirði og olli þar talsverðum skemmdum. Mánuðurinn var óvenju snjóléttur á suðvesturhluta landsins.

Jörð varð aldrei alhvít í Reykjavík í janúar, en flekkótt var 13 daga. Það hefur aðeins gerst þrisvar áður að engin alhvítur dagur sé skráður í Reykjavík í janúar, en það var árin 2010, 1940 og 1929. Alhvítir dagar á Akureyri voru 20, tveim færri en að meðaltali 1991 til 2020.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 33,9 sem er 11,4 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 8,6 sem er 2,1 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Vindur á landsvísu var rétt undir undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Norðan- og norðaustlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Mjög hvasst var á Austfjörðum þ. 9. (norðvestanátt). Stíf norðanátt var ríkjandi á landinu dagana 18. til 24. (hvössust þ. 23.) .

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1012,2 hPa og er það 14,9 hPa yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Loftþrýstingurinn hefur ekki verið eins hár í janúarmánuði í Reykjavík síðan 1987.

Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1034,0 hPa á Grundarfirði þ. 7. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 988,4 hPa á Dalatanga þ. 8.

Skjöl fyrir janúar

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í janúar 2021 (textaskjal).
Daglegtyfirlit mánaðarins á þremur ákveðnum veðurstöðvum er hægt að sækja í sérstaka töflu.