Einstaklega vönduð dagskrá fór fram í Ljóðasetrinu á föstudagskvöld s.l. til styrktar stríðshrjáðum íbúum Úkraínu.
Lesin voru valin ljóð og sungnir söngvar sem tengjast stríði og friði.
Fram komu: Edda Björg söngkona, Jóna Guðný las ljóð og hljómsveitin Ástarpungarnir fluttu nokkur lög ásamt forsvarsmanni dagskrárinnar, Þórarni Hannessyni.
Bæjarbúar eru hvattir til að sækja samkomur sem þessar því þannig leggjum við mikilvægum málefnum lið; sýnum samhug og samstöðu – og sýnum um leið innri styrk samfélags okkar.
Kærar þakkir, Tóti!
Texti og mynd: ÖK