Þeim íbúum sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna vatnsflaums í Ólafsfirði aðfaranótt sunnudagsins 3. október er bent á að tilkynna tjónið á heimasíðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands www.nti.is
Náttúruhamfaratryggingar Íslands bæta tjón m.a. af völdum vatnsflóða sem verða þegar lækir og ár flæða yfir bakka sína líkt og gerðist sunnan við Hornbrekku í Ólafsfirði aðfaranótt sunnudagsins 3. október sl.
Myndir frá flóðunum í Ólafsfirði
Forsíðumynd/María Petra Björnsdóttir