Um kl. 19:00 í kvöld bárust lögreglunni á Norðurlandi eystra upplýsingar um að síðdegis í dag hafi sést til hvítabjarnar nyrst á Melrakkasléttu eða suður af Hraunhafnarvatni.
Á þessari stundu er ekki búið að staðfesta að um hvítabjörn sé að ræða en lögreglan er að vinna í frekari könnun á þessari tilkynningu og mun þyrla Landhelgisgæslunnar m.a. fljúgi þarna yfir. Hinsvegar er rétt að fólk á þessum slóðum hafi þetta í huga og hringi strax í 112 ef það telur sig sjá hvítabjörn, en reyni ekki að nálgast hann.
Frétt: Lögreglan á Norðurlandi eystra
Mynd: af vef