Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista frá aðgerðastjórn Almannavarna yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun og sóttkví eftir póstnúmerum.

Segir þar að í póstnúmerinu 580, Siglufirði sé 1 í einangrun og 11 í sóttkví, hefur þeim því fjölgað um 5 frá 6. apríl. í póstnúmeri 625, Ólafsfirði er 1 í sóttkví en enginn í einangrun.

Samtals eru 29 einstaklingar með smit og 163 í sóttkví á Norðurlandi eystra.

Staðfest smit á landsvísu eru í heildina 1678 og hafði fjölgað um 30.

Hinsvegar var tala þeirra sem er batnað komin í 751 og fjölgaði um 63.

Það er því fjórði dagur í röð sem fleirum batnar en þeim sem sýkjast sem er mjög jákvætt.