Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti þann 8. júlí sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 11 ha. að stærð og markast af gámasvæði við Vesturstíg til vesturs, bryggjukanti og varnargörðum til norðurs, Námuvegi til austurs, Múlavegi, Strandgötu og Ægisgötu til suðurs.
Deiliskipulagstillagan felur í sér m.a. að skilgreina lóðir fyrir mismunandi starfsemi og þarfir, bæta hafnaraðstöðu og öryggi þeirra sem um hafnarsvæðin fara og að bæta umhverfi og ásýnd svæðisins.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast deildarstjóra tæknideildar í síðasta lagi 25. ágúst 2021 annað hvort á Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið armann@fjallabyggd.is.
Skipulags- og tæknifulltrúi
Skipulagstillaga – greinargerð