Miðvikudaginn 25. september hlupu nemendur 6.-10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar Ólympíuhlaup ÍSÍ.

Að þessu sinni ákváðu nemendur að láta gott af sér leiða með því að safna áheitum fyrir Sigurbogann, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar, 7 ára fjölfatlaðs drengs á Siglufirði.

Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar

Sjá eldri frétt á trolli.is um Sigurbjörn Boga hér.

Í gær var Sigurboganum, styrktarsjóði Sigurbjörns Boga Halldórssonar, afhentur styrkur frá nemendunum að upphæð 697.000 kr.

Það voru þau Halldór Bogi og Bryndís foreldrar hans sem veittu styrknum móttöku.

Styrkurinn afhentur

 

Heimild og myndir: Vefsíða Gunnskóla Fjallabyggðar