Á frétta- og fræðslusíða UÍF kemur fram að Sigurjón Sigtryggsson frá Siglufirði hlaut silfur á Íslandsmótinu í boccia sem fór fram á Ísafirði um síðustu helgi.

Um 150 keppendur mættu til leiks frá 14 félögum, þar af voru 6 frá íþróttafélaginu Snerpu.

Mótið hófst með setningarathöfn og glæsilegri flugeldasýningu á föstudagskvöldinu og svo var keppt bæði laugardag og sunnudag.

Mynd/ Íþróttasamband fatlaðra

Keppt var í 5 deildum. Í hverri deild voru 6 riðlar og fimm keppendur í hverjum riðli. Snerpa átti hvorki fleiri né færri en fjóra keppendur í 1. deild og kepptu þeir í sitt hvorum riðlinum. Þetta voru þau Anna Kristinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Kristín Friðriksdóttir og Sigurjón Sigtryggsson.

Sveinn Þór Kjartansson keppti svo í 3. deild og Heiðrún Jónasdóttir í 5. deild.

Ekki eru endaleg úrslit tiltæk í augnablikinu, frétta- og fræðslusíða UÍF segir nánari fréttir af þeim síðar, staðfest er að Sigurjón Sigtryggsson gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna í efstu deild.

Mynd/ Íþróttasamband fatlaðra

 

Myndir: Frá Íþróttasambandi fatlaðra.