Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 387. fundi sínum þann 9. janúar 2025 framlengingu heimildar til niðurfellingar gatnagerðagjalda nokkurra íbúðarhúsalóða á Hvammstanga og Laugarbakka. Heimildin gildir til 31. desember 2025. Niðurfellingin er í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 5. gr. samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðargjöld nr. 1325/2023.
Lóðirnar eru eftirfarandi:
Á Hvammstanga;
- Bakkatún 3
- Bakkatún 5
- Bakkatún 7
- Grundartún 2
- Grundartún 17
- Hlíðarvegur 21
Á Laugarbakka;
- Teigagrund 7
- Gilsbakki 1-3
Nánari upplýsingar um lausar lóðir.